Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti 3. júní 2011 08:27 Matsfyrirtækið Moody´s hefur sökkt lánshæfi gríska ríkisins enn dýpra niður í ruslflokk. Moody´s lækkaði lánshæfið um 3 stig niður í Caa1 sem er aðeins fimm stigum frá gjaldþrotseinkunn. Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti en skuldatryggingaálag Grikklands nálgast nú 1.500 punkta. Ákvörðun Moody´s um að lækka lánshæfiseinkunn Grikklands enn frekar kemur mitt inn í viðkvæmar samningaviðræður milli grískra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og ESB um fimmtu útborgunina á neyðarlánunum sem ákveðið var að veita Grikklandi. AGS vill ekki borga nema Grikkir geti sýnt fram á að þeir komist hjá gjaldþroti á næstu 12 mánuðum. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni flækir það svo stöðuna að Grikkir eru að semja við AGS og ESB um nýtt neyðarlán upp á nær 13.000 milljarða kr. George Papandreou forsætisráðherra Grikklands hefur lofað því að skera fjárlög ríkisins niður um rúma 900 milljarða kr. í ár og 3.500 milljarða kr. fram til ársins 2015. Á sama tíma á sala á ríkiseignum í landinu að gefa yfir 8.000 milljarða í kassann. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur sökkt lánshæfi gríska ríkisins enn dýpra niður í ruslflokk. Moody´s lækkaði lánshæfið um 3 stig niður í Caa1 sem er aðeins fimm stigum frá gjaldþrotseinkunn. Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti en skuldatryggingaálag Grikklands nálgast nú 1.500 punkta. Ákvörðun Moody´s um að lækka lánshæfiseinkunn Grikklands enn frekar kemur mitt inn í viðkvæmar samningaviðræður milli grískra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og ESB um fimmtu útborgunina á neyðarlánunum sem ákveðið var að veita Grikklandi. AGS vill ekki borga nema Grikkir geti sýnt fram á að þeir komist hjá gjaldþroti á næstu 12 mánuðum. Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni flækir það svo stöðuna að Grikkir eru að semja við AGS og ESB um nýtt neyðarlán upp á nær 13.000 milljarða kr. George Papandreou forsætisráðherra Grikklands hefur lofað því að skera fjárlög ríkisins niður um rúma 900 milljarða kr. í ár og 3.500 milljarða kr. fram til ársins 2015. Á sama tíma á sala á ríkiseignum í landinu að gefa yfir 8.000 milljarða í kassann.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira