Fjöldi kínverska milljónamæringa mælt í dollurum vex hröðum skrefum. Þeir eru orðnir yfir milljón talsins í fyrsta sinn í sögunni.
Þetta kemur fram í úttekt ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Samkvæmt úttektinni fjölgaði kínverskum milljónamæringum um ríflega 30% í fyrra og eru þeir því orðnir 1,1 milljón talsins.
Þar með er Kína komið í þriðja sæti hvað fjölda milljónamæringa varðar en Bandaríkin eiga þá flesta og næstflestir þeirra eru í Japan.
Mælt samkvæmt höfðatölu eru hinsvegar flestir milljónamæringa í Singapore en yfir 15% heimila þar þéna meir en milljón dollara á ári. Næst á eftir koma Sviss og Qatar.
Þá segir í úttekt Boston Consulting Group að milljónamæringar heimsins ráða yfir um þriðjungi af öllum auðæfum heimsins. Heildarfjöldi þeirra er samt töluvert undir 1% af jarðarbúum.
Kínverskir milljónamæringar meir en milljón talsins

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Buffett hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent