Walker talinn líklegasti kaupandi Iceland 1. júní 2011 08:35 Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar er talinn líklegasti kaupandi hennar en stefnt er að sölu keðjunnar í ár. Eins og fram hefur komið í fréttum virðist töluverður áhugi á því að kaupa Iceland og er 1,5 milljarður punda, eða rúmlega 280 milljarðar kr. nefndur sem kaupverðið. Fjallað er um málið á vefsíðunni thegrocer. Þar er nefnt til sögunnar að þótt skilanefnd Landsbankans ráði yfir rúmlega 66% hlut í Iceland, og Walker og stjórnendur keðjunnar 23%, eigi Walker rétt á að ganga inn í hvaða tilboð sem berst í Iceland. The Grocer hefur eftir háttsettum heimildarmanni í fjármálaheimi London, The City, að Walker sé líklegasti kaupandinn að Iceland eins og staðan sé í dag. Þessi heimildarmaður segir að menn hljóti að velta því fyrir sér af hverju fjárfestir/kaupandi hafi áhuga á að fara í gegnum allt söluferlið ef að Walker geti svo komið í lokin, jafnað kauptilboðið og gengið á brott með Iceland í vasanum. Þá kemur fram í máli þessa heimildamanns að sennilega hefjist söluferlið á Icelandi ekki af alvöru fyrr en í september og muni standa í nokkra mánuði. The Grocer nefnir þá aðila sem helst koma til greina sem kaupendur að Iceland, auk Walker. Þetta eru Morrison verslunarkeðjan sem þegar hefur lýst yfir áhuga sínum. Verslunarkeðjan Asda hefur einnig verið nefnd til sögunnar og Sainsbury mun hafa áhuga á einhverjum eignum Iceland. Hinsvegar telja sérfræðingar að samkeppnisreglur komi í veg fyrir að Tesco geti keypt Iceland. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar er talinn líklegasti kaupandi hennar en stefnt er að sölu keðjunnar í ár. Eins og fram hefur komið í fréttum virðist töluverður áhugi á því að kaupa Iceland og er 1,5 milljarður punda, eða rúmlega 280 milljarðar kr. nefndur sem kaupverðið. Fjallað er um málið á vefsíðunni thegrocer. Þar er nefnt til sögunnar að þótt skilanefnd Landsbankans ráði yfir rúmlega 66% hlut í Iceland, og Walker og stjórnendur keðjunnar 23%, eigi Walker rétt á að ganga inn í hvaða tilboð sem berst í Iceland. The Grocer hefur eftir háttsettum heimildarmanni í fjármálaheimi London, The City, að Walker sé líklegasti kaupandinn að Iceland eins og staðan sé í dag. Þessi heimildarmaður segir að menn hljóti að velta því fyrir sér af hverju fjárfestir/kaupandi hafi áhuga á að fara í gegnum allt söluferlið ef að Walker geti svo komið í lokin, jafnað kauptilboðið og gengið á brott með Iceland í vasanum. Þá kemur fram í máli þessa heimildamanns að sennilega hefjist söluferlið á Icelandi ekki af alvöru fyrr en í september og muni standa í nokkra mánuði. The Grocer nefnir þá aðila sem helst koma til greina sem kaupendur að Iceland, auk Walker. Þetta eru Morrison verslunarkeðjan sem þegar hefur lýst yfir áhuga sínum. Verslunarkeðjan Asda hefur einnig verið nefnd til sögunnar og Sainsbury mun hafa áhuga á einhverjum eignum Iceland. Hinsvegar telja sérfræðingar að samkeppnisreglur komi í veg fyrir að Tesco geti keypt Iceland.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira