Kínverjar og Þjóðverjar hafa undirritað viðskipasamninga milli þjóðanna upp á 15 milljarða dollara eða rúmlega 1.700 milljarða kr.
Þetta gerðist í gær þegar Wen Jiabao forsætisráðherra Kína hitti Angelu Markel kanslara Þýskalands en Jiabao er á ferð um Evrópulönd þessa vikuna.
Auk þess að ganga frá þessum samningum ákváðu leiðtogarnir að auka viðskipti sín í millum um 200 milljarða evra á næstu fimm árum.
Þýskaland er stærsti viðskiptafélagi Kína meðal Evrópulanda en löndin tvö eru meðal öflugustu útflutningslanda heimsins.
Jiabao segir að Kína muni aðstoða Evrópulönd í skuldavanda þeirra með auknum kaupum á ríkisskuldabréfum.
