Breska tískuvörukeðjan Jane Norman var í morgun tekin til gjaldþrotaskipta. Níutíu verslunum hefur verið lokað og um 1.600 starfsmönum sagt upp. Jane Norman rak verslanir meðal annars á Englandi, Skotlandi og Danmörku. Auk þess reka Hagar eina verslun á Íslandi, í Smárlindinni. Sú verslun er enn opin.
Kaupþing og Baugur keyptu verslunina árið 2005 fyrir ríflega 117 milljónir punda, sem eru 22 milljarðar króna á núvirði.
Samkvæmt Reuters reynir endurskoðunarfyrirtækið Zolof Cooper nú að selja verslunarkeðjuna en Debenhams hafði áður komið með yfirtökutilboð í keðjuna sem var hafnað.
Jane Norman tekin til gjaldþrotaskipta

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent


Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent


Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent