Kaupþing með hlut í stærstu veitingahúsakeðju Bretlands 23. júní 2011 14:39 Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate). Fjallað er um málið á vefsíðu skilanefndar Kaupþings. Þar segir að við fjárhagslega endurskipulagningu í júlí 2009 urðu Kaupþing og Commerzbank ráðandi hluthafar í Town & City. Siðan þá hafa hluthafar félagsins fjárfest og stutt við reksturinn en þær aðgerðir hafa aukið verðmæti félagsins og skilað góðri ávöxtun en rekstur T&C hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsstæður. Stonegate var stofnað af TDR Capital, sem er leiðandi fjárfestingafélag í Evrópu, við yfirtöku veitingastaða frá Mitchells & Butlers plc í nóvember 2010. Sameinað félag mun kallast Stonegate Pub Company Limited og verður TDR Capital aðaleigandi félagsins. Kaupþing og Commerzbank munu vera minnihlutaeigendur og á meðal lánadrottna sameinaðs félags. Eftir samrunann verður Stonegate stærsta einkarekna veitingahúsakeðja Bretlands með 560 veitingastaði, yfir 10.000 starfsmenn og tæplega hálfs milljarðs punda ársveltu. Það er mat skilanefndar Kaupþings að samruninn styrki stöðu félagsins og sé mun betri kostur fyrir bankann og þar með kröfuhafa en sala á seinni stigum. Deloitte og Slaughter & May voru utanaðkomandi ráðgjafar Kaupþings í þessum viðskiptum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings verður meðeigandi að stærstu veitingahúskeðju Bretlands. Hún komst á laggirnar eftir að eigendur Town & City Pub Company Limited (Town & City) sem rekur meðal annars veitingahúsakeðjurnar Yates og Slug and Lettuce samþykkti samruna Town & City við Stonegate Pub Company Limited (Stonegate). Fjallað er um málið á vefsíðu skilanefndar Kaupþings. Þar segir að við fjárhagslega endurskipulagningu í júlí 2009 urðu Kaupþing og Commerzbank ráðandi hluthafar í Town & City. Siðan þá hafa hluthafar félagsins fjárfest og stutt við reksturinn en þær aðgerðir hafa aukið verðmæti félagsins og skilað góðri ávöxtun en rekstur T&C hefur gengið vel þrátt fyrir erfiðar markaðsstæður. Stonegate var stofnað af TDR Capital, sem er leiðandi fjárfestingafélag í Evrópu, við yfirtöku veitingastaða frá Mitchells & Butlers plc í nóvember 2010. Sameinað félag mun kallast Stonegate Pub Company Limited og verður TDR Capital aðaleigandi félagsins. Kaupþing og Commerzbank munu vera minnihlutaeigendur og á meðal lánadrottna sameinaðs félags. Eftir samrunann verður Stonegate stærsta einkarekna veitingahúsakeðja Bretlands með 560 veitingastaði, yfir 10.000 starfsmenn og tæplega hálfs milljarðs punda ársveltu. Það er mat skilanefndar Kaupþings að samruninn styrki stöðu félagsins og sé mun betri kostur fyrir bankann og þar með kröfuhafa en sala á seinni stigum. Deloitte og Slaughter & May voru utanaðkomandi ráðgjafar Kaupþings í þessum viðskiptum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira