Picasso verk seldist á milljarða á uppboði 22. júní 2011 09:52 Verkið góða, en fyrirsætan var ástkona meistarans. Málverk eftir meistarann Picasso seldist í gær á uppboði í London fyrir þrettán og hálfa milljón punda, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Háskólinn í Sidney nýtur góðs af sölunni en verkið var gefið skólanum á síðasta ári. Sá sem gaf þessa rausnarlegu gjöf vill ekki koma fram undir nafni en söluandvirðið verður notað til þess að rannsaka offitu. Búist hafði verið við því að verkið seldist á um 12 milljónir punda og eru forsvarsmenn háskólans í Sidney himinlifandi með árangurinn. Picasso málaði verkið árið 1935 og sýnir það ástkonu hans Marie-Therese Walter, sem þá var aðeins sautján ára gömul. Áður en það var sýnt á uppboðinu hafði það aðeins einu sinni áður komið fyrir sjónir almennings. Nafn hins nýja eiganda hefur ekki verið gert opinbert en hann er þriðji eigandi verksins. Fyrsti eigandinn var stofnandi Chrysler bílaverksmiðjanna, Walter Chrysler. Hann seldi það til mannsins sem ánafnaði því síðan til skólans en verkið var hluti af enn stærri gjöf, því hann gaf skólanum einnig um tíu önnur málverk, peninga, hlutabréf og skartgripi. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Málverk eftir meistarann Picasso seldist í gær á uppboði í London fyrir þrettán og hálfa milljón punda, eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Háskólinn í Sidney nýtur góðs af sölunni en verkið var gefið skólanum á síðasta ári. Sá sem gaf þessa rausnarlegu gjöf vill ekki koma fram undir nafni en söluandvirðið verður notað til þess að rannsaka offitu. Búist hafði verið við því að verkið seldist á um 12 milljónir punda og eru forsvarsmenn háskólans í Sidney himinlifandi með árangurinn. Picasso málaði verkið árið 1935 og sýnir það ástkonu hans Marie-Therese Walter, sem þá var aðeins sautján ára gömul. Áður en það var sýnt á uppboðinu hafði það aðeins einu sinni áður komið fyrir sjónir almennings. Nafn hins nýja eiganda hefur ekki verið gert opinbert en hann er þriðji eigandi verksins. Fyrsti eigandinn var stofnandi Chrysler bílaverksmiðjanna, Walter Chrysler. Hann seldi það til mannsins sem ánafnaði því síðan til skólans en verkið var hluti af enn stærri gjöf, því hann gaf skólanum einnig um tíu önnur málverk, peninga, hlutabréf og skartgripi.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira