Englandsbanki segir tölvudómsdag vera ógn 8. júlí 2011 13:32 Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Englandsbanki vill að sjálfvirkir slökkvarar verði settir í öll tölvukerfi kauphalla í heiminum, það er kerfin sem stunda sjálfvirk viðskipti. Þetta á að koma í veg fyrir svipaðan atburð og varð í maí á síðasta ári þegar heimurinn var aðeins 20 mínútum frá algeru efnahagshruni. Innsláttarvilla hjá verðbréfasala í kauphöllinni í New York varð þess valdandi að Dow Jones vísitalan hrapaði um 9,2% á 20 mínútum. Ástæðan var að hin sjálfvirku tölvukerfi settu í gang gífurlega brunaútsölu á bandarískum hlutabréfum. Fjallað er um málið í Jyllands Posten. Þar kemur fram að Andy Haldene forstöðumaður fjármálastöðugleika hjá Englandsbanka segir að heimurinn þurfi ekki að bíða með það að viðurkenna að fyrrgreindur atburður var ekki tilviljun. „Við lærðum verðmæta lexíu af þessum atburði um markaðina. Ekki bara að þeir eru ófullkomnir heldur að mistök geta sent kerfislægar höggbylgjur í gegnum þá,“ segir Haldene í ræðu sem hann hélt í Kína um málið. Það sem Haldene á við eru háhraðaviðskipti eða High Frequency Trades (HTF) en þau komu skriðunni af stað í kauphöllinni í New York. Tölvukerfi geta nú framkvæmt um 40.000 HTF á sama tíma og það tekur að blikka augunum. Ef stórmarkaðir væru með svipað kerfi gæti fjölskylda keypt allt sem hún þyrfti til lífstíðar á innan við sekúndu.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira