Spenna á markaði vegna vaxtaákvörðunar ECB 6. júlí 2011 12:49 Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í raun sé það heldur ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram þessa spennu heldur er það heldur hvort tónn seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet verði harður eða ekki. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu. Nú síðast, þ.e. fyrr í þessari viku, hækkaði sænski seðlabankann, Riksbank, stýrivexti sína um 25 punkta og var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem bankinn hækkar vexti. Standa stýrivextir Riksbank nú í 2,0%. Önnur lönd sem hafa hækkað vexti sína á árinu eru Noregur, Danmörk, Pólland, Ungverjaland og Rússland svo einhver séu nefnd. Jafnframt er almennt við því búist að Bretland muni bætast í þennan hóp nú á þriðja ársfjórðungi en vaxtaákvörðun er einnig hjá Englandsbanka á morgun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi séu til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Brasilía (12,25%), Rússland (8,25%), Indland (7,5%), Kína (6,31%), Ungverjaland (6,0%) og Pólland (4,5%), en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1,25%, 0,5% í Bretlandi og svo 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Nokkur spenna ríkir á markaði yfir morgundeginum, sem er næsti vaxtaákvörðunardagur Evrópska Seðlabankans (ECB). Almennt er reiknað með því að stýrivextir bankans verði hækkaðar á morgun og samkvæmt fréttaveitunni Reuters hefur hækkunin þegar verið verðlögð inn í gengi evrunnar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í raun sé það heldur ekki ákvörðunin sem slík sem kallar fram þessa spennu heldur er það heldur hvort tónn seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet verði harður eða ekki. Allvíða meðal seðlabanka er hækkun vaxta hafin til þess að stemma stigu við aukinni verðbólgu. Nú síðast, þ.e. fyrr í þessari viku, hækkaði sænski seðlabankann, Riksbank, stýrivexti sína um 25 punkta og var þetta í þriðja sinn á þessu ári sem bankinn hækkar vexti. Standa stýrivextir Riksbank nú í 2,0%. Önnur lönd sem hafa hækkað vexti sína á árinu eru Noregur, Danmörk, Pólland, Ungverjaland og Rússland svo einhver séu nefnd. Jafnframt er almennt við því búist að Bretland muni bætast í þennan hóp nú á þriðja ársfjórðungi en vaxtaákvörðun er einnig hjá Englandsbanka á morgun. Stýrivextir Seðlabanka Íslands standa nú í 4,25% og hafa lækkað um 13,75 prósentur á síðastliðnum tveimur árum. Þrátt fyrir að stýrivextir hér á landi séu til muna hærri en í flestum öðrum iðnríkjum þá eru þeir orðnir lægri kantinum í samanburði við mörg nýmarkaðsríki. Þau ríki sem eru með hærri stýrivexti en Ísland eru m.a. Brasilía (12,25%), Rússland (8,25%), Indland (7,5%), Kína (6,31%), Ungverjaland (6,0%) og Pólland (4,5%), en seðlabankar allra þessara landa hafa hækkað vexti sína á þessu ári. Einnig eru vextir hærri í Úkraínu (7,75%), Rúmeníu (6,25%), Suður Afríku (5,5%) og Tyrklandi (6,25%) en ekkert þessara ríkja hefur hafið vaxtahækkunarferli að nýju eftir fjármálakreppuna. Til samanburðar við þessa háu vexti má nefna að stýrivextir á Evrusvæðinu eru nú 1,25%, 0,5% í Bretlandi og svo 0,25% í Bandaríkjunum og Sviss.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira