Vinnsla á stærsta kolasvæði heims að hefjast 5. júlí 2011 09:50 Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga. Svæðið sem hér um ræðir heitir Tavan Tolgoi og liggur í Gobi eyðimörkinni. Talið er að bara á vestur hluta þess sé hægt að vinna einn milljarð tonna af kolum. Um 68% þess magns er koks sem nýtt er í stálvinnslu en 32% henta sem eldsneyti í orkuverum. Nú þegar flytja Mongólar út um 25 milljónir tonna af kolum á ári, að mestu til Kína en einnig nokkuð til Rússlands. Mongólía er auðugt af málmgrýti og kolum og ætla stjórnvöld þarlendis að nýta þessi náttúruauðæfi til að gera landið að námurisa á alþjóðavettvangi. Í fyrstu hafði stjórn Mongólíu ákveðið að selja 49% af kolavinnslunni á Tavan Tolgoi til erlendra fjárfesta en hætt var við þau áform. Ákveðið var í staðinn að kolavinnslusvæðið verður í 100% eigu mongólsku þjóðarinnar en námuréttindin þar verða leigð út. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Yfirvöld í Mongólíu hafa ákveðið að bjóða þremur námufélögum að vinna kol á því sem talið er stærsta kolasvæði heimsins. Félögin sem hér um ræðir eru Shenhua í Kína, Peabody Energy í Bandaríkjunum og samsteypa rússneskra og mongólskra félaga. Svæðið sem hér um ræðir heitir Tavan Tolgoi og liggur í Gobi eyðimörkinni. Talið er að bara á vestur hluta þess sé hægt að vinna einn milljarð tonna af kolum. Um 68% þess magns er koks sem nýtt er í stálvinnslu en 32% henta sem eldsneyti í orkuverum. Nú þegar flytja Mongólar út um 25 milljónir tonna af kolum á ári, að mestu til Kína en einnig nokkuð til Rússlands. Mongólía er auðugt af málmgrýti og kolum og ætla stjórnvöld þarlendis að nýta þessi náttúruauðæfi til að gera landið að námurisa á alþjóðavettvangi. Í fyrstu hafði stjórn Mongólíu ákveðið að selja 49% af kolavinnslunni á Tavan Tolgoi til erlendra fjárfesta en hætt var við þau áform. Ákveðið var í staðinn að kolavinnslusvæðið verður í 100% eigu mongólsku þjóðarinnar en námuréttindin þar verða leigð út.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira