Fiðlutónleikar með danska fiðluleikaranum Nikolaj Znaider gáfu Dominque Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tækifæri til að slaka aðeins á í annars alvarlegri stöðu sinni.
Þetta kemur fram í The New York Times og börsen vitnar til á vefsíðu sinni. Tónleikarnir fóru fram í Lennox í Massachusetts s.l. fimmtudag en þar sat Strauss-Kahn ásamt eiginkonu sinni í dýrustu sætunum og hlýddu á danska fiðlusnillinginn.
Það fylgir sögunni að Strauss-Kahn hafi ekki viljað ræða við blaðamenn eftir tónleikana.
Saksóknari í málinu gegn Strauss-Kahn hefur ákveðið að halda ákærunni til streitu þrátt fyrir að vitnisburður fórnarlambs Strauss-Kahn þyki mjög ótrúverðugur. Réttarhöldunum hefur samt verið frestað og eiga þau nú að hefjast þann 1. ágúst n.k.
Strauss-Kahn slakar á undir dönskum fiðluleik

Mest lesið


Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent

Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís
Viðskipti innlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent


Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent