Fiðlutónleikar með danska fiðluleikaranum Nikolaj Znaider gáfu Dominque Strauss-Kahn fyrrum forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tækifæri til að slaka aðeins á í annars alvarlegri stöðu sinni.
Þetta kemur fram í The New York Times og börsen vitnar til á vefsíðu sinni. Tónleikarnir fóru fram í Lennox í Massachusetts s.l. fimmtudag en þar sat Strauss-Kahn ásamt eiginkonu sinni í dýrustu sætunum og hlýddu á danska fiðlusnillinginn.
Það fylgir sögunni að Strauss-Kahn hafi ekki viljað ræða við blaðamenn eftir tónleikana.
Saksóknari í málinu gegn Strauss-Kahn hefur ákveðið að halda ákærunni til streitu þrátt fyrir að vitnisburður fórnarlambs Strauss-Kahn þyki mjög ótrúverðugur. Réttarhöldunum hefur samt verið frestað og eiga þau nú að hefjast þann 1. ágúst n.k.
Strauss-Kahn slakar á undir dönskum fiðluleik

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent


Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní
Viðskipti innlent
