Eigandi Kauphallarinnar í sigtinu í Svíþjóð 14. júlí 2011 09:08 Samkeppniseftirlitið í Svíþjóð er nú með Nasdag OMX, eiganda kauphalla á Norðurlöndum og þar á meðal á Íslandi, til rannsóknar vegna meints brots á samkeppnislöggjöf landsins. Nasdag OMX er sakað um að hafa meinað samkeppnisaðila aðgangi að viðskiptakerfi í sinni eigu. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að bandaríska símafélagið Verizon sé blandað inn í málið en það á að hafa aðstoðað Nasdag OMX við að halda yfirburðastöðu sinni á sænska hlutabréfamarkaðinum. Verizon mun hafa hindrað aðgang samkeppnisaðila Nasdag OMX að mikilvægu gagnaveri. Málið hófst á síðasta ári þegar hlutabréfamiðlunin Burgundy lagði fram kvörtun yfir starfsháttum Nasdag OMX. Burgundy er í eigu norrænna banka og verðbréfamiðlara. Olof Neiglick forstjóri Burgundy segir að hann sé mjög ánægður með að sænska samkeppniseftirlitið hafi ákveðið að rannsaka málið. Talsmaður Nasdag OMX viðurkennir að samkeppniseftirlitið hafi komið í heimsókn í sænsku kauphöllina og að forráðamenn hennar hafi aðstoðað eftirlitið eftir bestu getu og eigi fulla samvinnu við það. Heimsókn þessi átti sér stað fyrir mánuði síðan en komst fyrst í hámæli í þessari viku. Nasdag OMX rekur kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkeppniseftirlitið í Svíþjóð er nú með Nasdag OMX, eiganda kauphalla á Norðurlöndum og þar á meðal á Íslandi, til rannsóknar vegna meints brots á samkeppnislöggjöf landsins. Nasdag OMX er sakað um að hafa meinað samkeppnisaðila aðgangi að viðskiptakerfi í sinni eigu. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að bandaríska símafélagið Verizon sé blandað inn í málið en það á að hafa aðstoðað Nasdag OMX við að halda yfirburðastöðu sinni á sænska hlutabréfamarkaðinum. Verizon mun hafa hindrað aðgang samkeppnisaðila Nasdag OMX að mikilvægu gagnaveri. Málið hófst á síðasta ári þegar hlutabréfamiðlunin Burgundy lagði fram kvörtun yfir starfsháttum Nasdag OMX. Burgundy er í eigu norrænna banka og verðbréfamiðlara. Olof Neiglick forstjóri Burgundy segir að hann sé mjög ánægður með að sænska samkeppniseftirlitið hafi ákveðið að rannsaka málið. Talsmaður Nasdag OMX viðurkennir að samkeppniseftirlitið hafi komið í heimsókn í sænsku kauphöllina og að forráðamenn hennar hafi aðstoðað eftirlitið eftir bestu getu og eigi fulla samvinnu við það. Heimsókn þessi átti sér stað fyrir mánuði síðan en komst fyrst í hámæli í þessari viku. Nasdag OMX rekur kauphallir á Íslandi og í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira