Hlutabréfamarkaðir í Evrópu af rétt sig aðeins af undir hádegið og dregið hefur úr falli hlutabréfa. Ástæðan er talin vera orðrómur um að evrópski seðlabankinn ECB hafi gripið inni í þróunina og kaupi nú ríkisskuldabréf af miklum krafti.
Í frétt á vefsíðu börsen segir að EuroStoxx 50 vísitalan sé í mínus 1,7% á hádegi eftir að hafa fallið um 3,7% fyrr í morgun. Spænska IBEX vísitalan er 1,6% í mínus eftir að hafa fallið um 3,7% í morgun.
Mesti viðsnúningurinn er hinsvegar á Ítalíu. Þar er FTSE MIB vísitalan í aðeins 0,2% mínus eftir að hafa hrapað um 4,1% við opnun markaða í morgun.
