Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í nótt í kjölfar frétta um að Ítalía verði hugsanlega næsta fórnarlamb skuldakreppunnar í Evrópu. Í gær varð varðfall á hlutabréfum í kauphöllum beggja megin við Atlantshafið.
Á sama tíma komu fjármálaráðherrar evruríkjanna saman til fundar í Brussel til þess að ræða um nýjan björgunarpakka fyrir Grikkland, en versnandi staða Ítalíu skyggði þó á umræðuna.
Hlutabréf féllu í verði í Asíu
