Vogunarsjóðir gera viðamikla árás á Ítalíu 11. júlí 2011 10:24 Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999. Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískir vogunarsjóðir eru nú í viðamikilli fjárhagsárás á ítölsk ríkisskuldabréf. Stormurinn sem nú geisar á ítölskum fjármálamörkuðum gæti verið alfarið verk bandarískra spákaupmanna. Þetta kemur fram í Financial Times. Þar segir að töluverður fjöldi stærri vogunarsjóða Bandaríkjanna standi á bakvið árásina með skortsölum á ítölskum ríkisskuldabréfum. Þeir veðja á að verð þessara bréfa muni falla. Financial Times segir að svona mikil skortsala í einu á afmörkuðu sviði hafi þau áhrif að aðrir fjárfestar reyni að losa sig við skuldabréfin og þar með lækka þau enn frekar í verði og vogunarsjóðirnir fitna á móti. Blaðið byggir frétt sína á heimildum innan vogunarsjóðanna sem segja að sjóðirnir hafi nýlega skipt um fjárfestingarstefnu gagnvart Ítalíu með því að fara yfir í skortsölu á ríkisskuldabréfunum. Vogunarsjóðirnir veðja á að Ítalía verði næsta evru-landið sem lendir í skuldakreppu. Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum eru farnir að hækka töluvert og bréfin þar með að lækka í verði. Vextir á 10 ára ítölskum ríkisskuldabréfum hafa hækkað um 0,5 prósentur og standa í 5,45%. Þetta eru hæstu vextir á þessum bréfum frá því að evrusamstarfinu var komið á árið 1999.
Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira