Töluverðar verðlækkanir á korni eru framundan eða um 10%. Þetta skýrist m.a. af verulegri aukningu á kornuppskeru Rússlands í ár.
Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands kúabænda. Þar segir að yfirvöld í Rússlandi gera ráð fyrir að kornuppskeran þar í landi í ár verði um 90 milljónir tonna. Það er 50% aukning frá fyrra ári.
Í Síberíu hafa þurrkar geisað það sem af er sumri, þannig að búist er við að uppskeran þar verði svipuð og í fyrra. Í öðrum hlutum landsins hafa aðstæður verið mun hagstæðari en á liðnu ári, sem reyndar var með eindæmum lélegt, þannig að þar er búist við góðri uppskeru.
Kornbirgðir landsins eru um 16 milljónir tonna sem seldar verða með afslætti á næstu vikum til að rýma fyrir nýrri uppskeru. Að sögn er afslátturinn um 20-30 dollarar á tonnið, eða 2.300-3.500 kr. Heimsmarkaðsverð t.d. á hveiti er um 280-300 dollarar pr. tonn um þessar mundir og fer lækkandi.
Gert er ráð fyrir að kornnotkun Rússa næsta árið verði um 70 milljónir tonna, þannig að kornútflutningur þeirra verður talsverður. Af 90 milljón tonna uppskeru, eru um 60 milljónir tonna af hveiti.
Verðlækkanir á korni framundan

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent




Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent