Hlutabréf á mörkuðum í Asíu og í Ástralíu lækkuðu mikið í morgun en þetta voru fyrstu markaðirnir til að opna eftir að Standard & Poors lækkuðu lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna á föstudaginn.
Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,4 prósent en verð á hlutabréfum í Hong Kong, Suður-Kóreu og á Indlandi lækkaði enn meira, eða um 3 til fimm prósent. Fastlega er búist við að verðfalli í Evrópu þegar markaðir opna þar síðar í dag og eins í Bandaríkjunum.
Á föstudaginn var lækkaði virði hlutabréfa í heiminum um trilljónir bandaríkjadala en fjárfestar hafa miklar áhyggjur af litlum hagvexti á heimsvísu auk þess sem Bandaríkjamenn og mörg ríki Evrópu glíma nú við mikinn skuldavanda.
Verðfall á mörkuðum í Asíu

Mest lesið

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent

Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða
Viðskipti innlent

Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks
Viðskipti innlent


Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum
Viðskipti innlent


Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion
Viðskipti innlent

Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri
Viðskipti innlent

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra
Viðskipti innlent