Það er ennþá óstöðugleiki á fjármálamörkuðum í heiminum, þrátt fyrir að nýjar tölur um atvinnuþátttöku/atvinnuleysi í Bandaríkjunum séu betri en spáð var.
Markaðurinn beggja megin Atlantshafsins hefur verið óstöðugur upp á síðkastið vegna skuldavandræða á evrusvæðinu og í Bandaríkjunum.
Fréttir af skárra atvinnuástandi í Bandaríkjunum urðu þó til þess að hlutabréfamarkaðurinn tók kipp uppá við þegar markaðir opnuðu í morgun og það smitaði út frá sér í Evrópu. FTSE vísitalan í Lundúnum og Dax vísitalan í Frakklandi lækkuðu þó um 2,7% í dagslok.
Silvio Berlusconi tilkynnti í dag að fulltrúar sjö helstu iðnríkja heims, svokölluð G7 ríki, myndu hittast á næstu dögum. Á fundinum verður rætt hvernig skal takast á við skuldakrísuna í Evrópu, eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC.
Hlutabréfamarkaðir víðast óstöðugir
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent



Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent