Seðlabankinn í Sviss hefur ákveðið að færa stýrivexti sína niður í núllið. Þetta er gert vegna gífurlegrar ásóknar fjárfesta í svissneska franka eins og oft gerist þegar órói er á fjármálamörkuðum.
Svissneski frankinn hefur sömu stöðu og gull hvað þetta varðar. Gengi frankans gagnvart evru hefur hækkað um 13% á undanförnum mánuðum. Strax og seðlabankinn tilkynnti um núllvexti sína fór gengi frankans aftur að veikjast eins og stefnt var að.

