Fulltrúar í fjármálastöðugleikanefnd Ítalíu koma til fundar í dag þar sem ræða á alvarlega stöðu landsins. Óróinn sem ríkir á fjármálamörkuðum ógnar stöðuleika ítalska ríkisins og er lántökukostnaður þess að verða svo hár að málin gætu þróast yfir í djúpa skuldakreppu.
Fjallað er um málið í frétt á Reuters. Þar segir að vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára séu komnir yfir 6% sem þýðir að skuldirnar teljast ósjálfbærar til lengri tíma. Vaxtamunurinn á ítölsku bréfunum og þeim þýsku er nú 3,85 prósentustig sem er mesti munur í sögunni.
Fjármálastöðugleikanefndin samanstendur af fulltrúum frá ítalska efnahagsráðuneytinu, seðlabanka landsins, fjármálaeftirlitinu og tryggingarsjóði innistæðueigenda. Þá mun Giulio Tremonte efnahagsmálaráðherra landsins sitja fundinn sem og fjármálaráðherrann Vittorio Grilli.
Fram kemur í frétt Reuters að fjárfestar hafi áhyggjur af stöðu Tremonti innan ítölsku stjórnarinnar en grunnt mun á því góða með honum og Silvio Berlusconi forsætisráðherra. Tremonti hefur þótt standa sig mjög vel í embætti sínu og hefur á sér ímynd stöðugleika í annars óstöðugu stjórnmálalífi landsins. Það er einkum honum að þakka að Ítalía hefur ekki verið eins í sviðsljósinu og Grikkland og Portúgal.
Ítalskir bankar hafa orðið verulega fyrir barðinu á ástandinu en hlutir í þeim hafa fallið um yfir 20% að jafnaði það sem af er árinu.
Ítalir funda um alvarlega stöðu landsins

Mest lesið

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent




Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent