Norski listamaðurinn og fyrrum Íslandsvinurinn Odd Nerdrum kom fyrir rétt í Osló í morgun en hann er sakaður um umfangsmikil skattsvik.
Í ákærunni gegn honum segir að hann hafi ekki greitt lögboðna skatta af 14 milljónum norskra króna eða um 300 milljónum króna sem hann fékk fyrir sölu á listaverkum sínum á árunum 1998 til 2002. Verði Nerdrum fundinn sekur á hann yfir höfði sér sjö mánaða fangelsisvist og viðbótarskatt sem nemur rúmum 8 milljónum norskra kr.
Nerdrum flutti til Íslands árið 2003 og bjó hér í Reykjavík í nokkur ár. Hann festi kaup á einu fallegasta húsi borgarnnar, Esjubergi við Þingholtsstræti. Þegar Nerdrum flutti af landi brott árið 2007 seldi hann fjárfestinum Ingunni Wernersdóttur húsið.
Fyrrum Íslandsvinur sakaður um umfangsmikil skattsvik
