Innanstokksmunir Hótel D´Angleterre á uppboð 18. ágúst 2011 08:06 Ef gjaldeyrishöftin væru ekki til staðar ættu Íslendingar þess kost að eignast húsgögn úr hinu sögufræga Hótel D´Angleterre. Þetta lúxushótel sem stofnað var árið 1755 hefur sett innanstokksmuni sína á uppboð í Kaupmannahöfn. Ástæðan er að verið er að endurnýja á hótelið frá grunni og er það því lokað fram á næsta ár. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að munirnir sem seldir verða á uppboðinu séu að mestu borð, stólar, lampar og speglar sem voru á herbergjum og göngum hótelsins. En það má einnig finna ýmsa aðra athylgisverða muni á þessu uppboði. Má þar m.a. nefna mínibari úr mahóní, safari-fléttustólinn úr Karen Blixen svítunni og gamlar myndir af háðfuglinum og tónlistarmanninum Victor Borge. Það er uppboðshúsið Hörsholm sem sér um uppboðið og þar á bæ reikna menn með að um þrjár milljónir danskra kr. eða um 66 milljónir króna fáist fyrir innanstokksmunina. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ef gjaldeyrishöftin væru ekki til staðar ættu Íslendingar þess kost að eignast húsgögn úr hinu sögufræga Hótel D´Angleterre. Þetta lúxushótel sem stofnað var árið 1755 hefur sett innanstokksmuni sína á uppboð í Kaupmannahöfn. Ástæðan er að verið er að endurnýja á hótelið frá grunni og er það því lokað fram á næsta ár. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að munirnir sem seldir verða á uppboðinu séu að mestu borð, stólar, lampar og speglar sem voru á herbergjum og göngum hótelsins. En það má einnig finna ýmsa aðra athylgisverða muni á þessu uppboði. Má þar m.a. nefna mínibari úr mahóní, safari-fléttustólinn úr Karen Blixen svítunni og gamlar myndir af háðfuglinum og tónlistarmanninum Victor Borge. Það er uppboðshúsið Hörsholm sem sér um uppboðið og þar á bæ reikna menn með að um þrjár milljónir danskra kr. eða um 66 milljónir króna fáist fyrir innanstokksmunina.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira