Buffett hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 15. ágúst 2011 11:47 Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet hvetur Bandaríkjaþing til að hækka skatta þeirra sem eru launahæstir. Hann segir ósanngjarnt hversu lága skatta hann sé látinn greiða. Warren Buffet lýsir þessari skoðun sinni í grein sem hann skrifar í The New York Times. Þar segir hann stjórnmálamenn hafa kallað eftir sameiginlegum fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar, en að hann sjálfur hafi ekki þurft að fórna neinu. Buffet segist hafa haft samband við ofurríka félaga sína, og þeir hafi jafnframt ekki fundið fyrir neinum breytingum í opinberum gjöldum. Hann segir það ákaflega ósanngjarnt að á sama tíma og láglaunafólk og miðstéttin berjist fyrir sig í Afganistan, flestir Bandaríkjamenn eigi í vandræðum með að ná endum saman, fái hann og vinir hans miklar undanþágur frá sköttum. Buffet bendir á að tæp tvö hundruð og fimmtíu þúsund heimili í bandaríkjunum hafi haft meira en eina milljón dollara í tekjur á síðasta ári. Hann telur því að hækka megi skatta á þessi heimili. Þá bendir hann jafnframt á að rúmlega átta þúsund heimili, þar með talið hans eigið heimili, hafi haft meira en tíu milljónir dollara í tekjur á síðasta ári. Á þann hóp megi leggja auka hátekjuskatt. Hann segir sjálfan sig og vini sína hafa verið ofdekraða af Bandaríkjaþingi í of langan tíma. Nú sé kominn tími á að hinir ofurríki taki þátt í hinum sameiginlega fórnarkostnaði bandarísku þjóðarinnar.Grein Buffets má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira