Evrópa komin í rautt, dökkt útlit vestanhafs 11. ágúst 2011 12:06 Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið. Í frétt um málið á BBC segir að FTSE vísitalan sé nú 0,8% í mínus eftir að hafa verið um 2% í plús snemma í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt er komin í mínus 1,2% og Cac 40 í mínus 2,3%. Það eru einkum hlutir í bönkum sem valda þessum viðsnúningi til hins verra en þeir hafa fallið um 5% að meðaltali í morgun. Eins og staðan er í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum í augnablikinu munu helstu vísitölur þar lækka um 1% þegar viðskiptin hefjast klukkan 13.30 að okkar tíma. Þessar sveiflur innan dagsins að undanförnu benda til þessa að fjárfestar séu mjög taugatrekktir. Þannig var tilhæfulaus orðrómur í gærdag þess valdandi að markaðir tóku djúpa dýfu. Orðrómurinn var á þá leið að Frakkland væri að missa topplánshæfiseinkunn sína. Yfirlýsingar þriggja stóru matsfyrirtækjanna um að þetta væri bull höfðu ekkert að segja gegn taugaveikluninni. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Helstu markaðir Evrópu eru komnir í rauðar tölur eftir nokkuð góða hækkun þegar viðskiptin hófust í morgun. Þá benda utanmarkaðsviðskipti til þess að markaðir í Bandaríkjunum muni opna í mínus eftir hádegið. Í frétt um málið á BBC segir að FTSE vísitalan sé nú 0,8% í mínus eftir að hafa verið um 2% í plús snemma í morgun. Dax vísitalan í Frankfurt er komin í mínus 1,2% og Cac 40 í mínus 2,3%. Það eru einkum hlutir í bönkum sem valda þessum viðsnúningi til hins verra en þeir hafa fallið um 5% að meðaltali í morgun. Eins og staðan er í utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum í augnablikinu munu helstu vísitölur þar lækka um 1% þegar viðskiptin hefjast klukkan 13.30 að okkar tíma. Þessar sveiflur innan dagsins að undanförnu benda til þessa að fjárfestar séu mjög taugatrekktir. Þannig var tilhæfulaus orðrómur í gærdag þess valdandi að markaðir tóku djúpa dýfu. Orðrómurinn var á þá leið að Frakkland væri að missa topplánshæfiseinkunn sína. Yfirlýsingar þriggja stóru matsfyrirtækjanna um að þetta væri bull höfðu ekkert að segja gegn taugaveikluninni.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira