Lítið þarf til að hræða fjárfesta 10. ágúst 2011 18:46 Mynd úr safni Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um rúm þrjú prósent og í Frakklandi og Þýskalandi lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja og lækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 450 stig við opnun markaða en hefur aðeins rétt úr kútnum þegar líður á daginn. Fjárfestar kenna orðróm um lækkunina. Þetta sýnir hve óstaðfastur og duttlungafullur markaðurinn er. Hann bregst ekki aðeins við raunverulegum þáttum heldur einnig orðrómi. Orðrómur komst t.d. á kreik um að Standard & Poor myndi lækka lánshæfi Frakklands. Einnig að franskir og þýskir bankar ættu í erfiðleikum því þeir hafa lánað til fjölmargra ríkja vítt og breitt um Evrópu," segir Keith Bliss, verðbréfasali. Frönsk stjórnvöld neita orðrómnum en ráðamenn landsins hafa setið neyðarfundi í dag vegna efnahagsástandsins. Því er ljóst að ótti fjárfesta um annað efnahagshrun beggja vegna atlantshafsins er enn til staðar og nú hefur athyglinni aftur verið snúið til Evrópu. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í dag eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta. Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í gær að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentstigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa fjármálamarkaði sem voru í vænum grænum tölum við opnun í Evrópu í morgun. Undir lok dags var hins vegar allt annað uppi á teningnum og dagurinn blóðrauður. Í Bretlandi lækkaði FTSE vísitalan um rúm þrjú prósent og í Frakklandi og Þýskalandi lækkuðu vísitölur um meira en fimm prósent. Í Bandaríkjunum var sömu sögu að segja og lækkaði Dow Jones vísitalan um rúm 450 stig við opnun markaða en hefur aðeins rétt úr kútnum þegar líður á daginn. Fjárfestar kenna orðróm um lækkunina. Þetta sýnir hve óstaðfastur og duttlungafullur markaðurinn er. Hann bregst ekki aðeins við raunverulegum þáttum heldur einnig orðrómi. Orðrómur komst t.d. á kreik um að Standard & Poor myndi lækka lánshæfi Frakklands. Einnig að franskir og þýskir bankar ættu í erfiðleikum því þeir hafa lánað til fjölmargra ríkja vítt og breitt um Evrópu," segir Keith Bliss, verðbréfasali. Frönsk stjórnvöld neita orðrómnum en ráðamenn landsins hafa setið neyðarfundi í dag vegna efnahagsástandsins. Því er ljóst að ótti fjárfesta um annað efnahagshrun beggja vegna atlantshafsins er enn til staðar og nú hefur athyglinni aftur verið snúið til Evrópu.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira