Uppsveifla á mörkuðum 10. ágúst 2011 08:02 Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi. Hækkanir gærdagsins skýrast af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að stýrivöxtum verði haldið um núll prósent markið næstu tvö árin til þess að styðja við bandarískt efnahagslíf. Fréttirnar ollu því að í Asíu hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2 prósent við opnun markaðar og aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fjögur prósent. FTSE vísitalan í London fór upp annan daginn í röð og hækkaði um 1,4 prósent og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um tvö prósent. Ákvörðun Bernanke Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum virðist því hafa náð að stemma stigu við einu mesta hruni á hlutabréfamörkuðum síðustu ár. En þrátt fyrir þessar hækkanir eiga markaðirnir enn langt í land með að rétta sig af og ná fyrri hæðum. Ákvörðun Bernanke kom mörgum á óvart. Sumir segja að þetta sé síðasta kúlan í byssunni og benda á að dugi þetta ekki til að róa ástandið séu fá önnur úrræði í boði. Samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum er búist við því að markaðir þar hækki um fimm prósent við opnun síðar í dag. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Markaðir í Asíu og Evrópu tóku við sér í morgun eftir hrun síðustu vikna. Hækkanirnar koma í kjölfar svipaðrar þróunar á Wall Street í Bandaríkjunum sem tóku stökk upp á við í gærkvöldi. Hækkanir gærdagsins skýrast af yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna þess efnis að stýrivöxtum verði haldið um núll prósent markið næstu tvö árin til þess að styðja við bandarískt efnahagslíf. Fréttirnar ollu því að í Asíu hækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 1,2 prósent við opnun markaðar og aðalvísitalan í Hong Kong um tæp fjögur prósent. FTSE vísitalan í London fór upp annan daginn í röð og hækkaði um 1,4 prósent og DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um tvö prósent. Ákvörðun Bernanke Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum virðist því hafa náð að stemma stigu við einu mesta hruni á hlutabréfamörkuðum síðustu ár. En þrátt fyrir þessar hækkanir eiga markaðirnir enn langt í land með að rétta sig af og ná fyrri hæðum. Ákvörðun Bernanke kom mörgum á óvart. Sumir segja að þetta sé síðasta kúlan í byssunni og benda á að dugi þetta ekki til að róa ástandið séu fá önnur úrræði í boði. Samkvæmt utanmarkaðsviðskiptum í Bandaríkjunum er búist við því að markaðir þar hækki um fimm prósent við opnun síðar í dag.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira