Eigendur danskra banka tapa 3.000 milljörðum 24. ágúst 2011 09:08 Gengistap hluthafa í fimm stærstu bönkum Danmerkur frá áramótum nemur um 140 milljörðum danskra kr. eða ríflega 3.000 milljörðum kr. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að kauphöllin í Kaupmannahöfn var opnuð að morgni 3. janúar s.l. og þar til viðskiptum lauk síðdegis í gærdag hafa hluthafar í Danske Bank, Nordea, Jyske bank, Sydbank og Spar Nord Bank tapað 139,8 milljörðum danskra kr. Gengistapið er mest hjá hluthöfum Nordea en þeir hafa tapað 68,2 milljörðum danskra kr. frá áramótum þar sem gengi hluta í bankanum hefur fallið um ríflega 27% á þessu tímabili. Hluthafar í Danske Bank hafa tapað tæpum 60 milljörðum danskra kr. þar sem hlutir í bankanum hafa fallið um 22% frá áramótum. Af þessari upphæð hjá eigendum Danske Bank fuku 19 milljarðar danskra kr. út um gluggann bara í síðustu viku. Ástæðan fyrir þessum miklu lækkunum á hlutum í dönskum bönkum er í samræmi við þróunina hjá flestum öðrum bönkum í Evrópu, það er skuldakreppan í suðurhluta álfunnar og skuldavandamál Bandaríkjanna. Þar hefur svo bæst við óvissa í kringum frekari aðstoð danska ríkisins við bankageira landsins og strangar kröfur um starfsemi bankanna. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengistap hluthafa í fimm stærstu bönkum Danmerkur frá áramótum nemur um 140 milljörðum danskra kr. eða ríflega 3.000 milljörðum kr. Fjallað er um málið í Berlingske Tidende. Þar segir að frá því að kauphöllin í Kaupmannahöfn var opnuð að morgni 3. janúar s.l. og þar til viðskiptum lauk síðdegis í gærdag hafa hluthafar í Danske Bank, Nordea, Jyske bank, Sydbank og Spar Nord Bank tapað 139,8 milljörðum danskra kr. Gengistapið er mest hjá hluthöfum Nordea en þeir hafa tapað 68,2 milljörðum danskra kr. frá áramótum þar sem gengi hluta í bankanum hefur fallið um ríflega 27% á þessu tímabili. Hluthafar í Danske Bank hafa tapað tæpum 60 milljörðum danskra kr. þar sem hlutir í bankanum hafa fallið um 22% frá áramótum. Af þessari upphæð hjá eigendum Danske Bank fuku 19 milljarðar danskra kr. út um gluggann bara í síðustu viku. Ástæðan fyrir þessum miklu lækkunum á hlutum í dönskum bönkum er í samræmi við þróunina hjá flestum öðrum bönkum í Evrópu, það er skuldakreppan í suðurhluta álfunnar og skuldavandamál Bandaríkjanna. Þar hefur svo bæst við óvissa í kringum frekari aðstoð danska ríkisins við bankageira landsins og strangar kröfur um starfsemi bankanna.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira