Svindlað á Dönum í gullkaupum 23. ágúst 2011 10:02 Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda. Ekstra Bladet gerði skyndikönnun á gullkaupendum og hvernig þeir starfa í Kaupmannahöfn. Í ljós kom að þrír af fjórum gullkaupendum svindluðu á viðskiptavinum sínum. Einkum með því að segja þeim að 18 karata gull væri aðeins 14 karata. Könnunin fór þannig fram að útsendari blaðsins fór til fjögurra gullkaupenda með 18 karata gullarmband og bauð það til sölu. Á þremur stöðum var þeim sagt að armbandið væri aðeins 14 karöt. Þarna munar töluverðu á verði. Armbandið var 37 grömm að þyngd. Þar sem verðið á gramminu af 14 karata gulli er 40 dönskum kr. lakara en af 18 karata gulli var munurinn á verðmati armbandsins tæplega 1.500 danskar kr. eða rúmlega 30.000 kr. Ekstra Bladet bauð einnig þrjár gulltennur til sölu sem einnig voru 18 karöt. Allir fjórir kaupendurnir sögðu að um 14 karata gull væri að ræða. Þar að auki höfðu tveir þeirra ekki fyrir því að prófa gullið áður en þeir komust að þessari niðurstöðu. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda. Ekstra Bladet gerði skyndikönnun á gullkaupendum og hvernig þeir starfa í Kaupmannahöfn. Í ljós kom að þrír af fjórum gullkaupendum svindluðu á viðskiptavinum sínum. Einkum með því að segja þeim að 18 karata gull væri aðeins 14 karata. Könnunin fór þannig fram að útsendari blaðsins fór til fjögurra gullkaupenda með 18 karata gullarmband og bauð það til sölu. Á þremur stöðum var þeim sagt að armbandið væri aðeins 14 karöt. Þarna munar töluverðu á verði. Armbandið var 37 grömm að þyngd. Þar sem verðið á gramminu af 14 karata gulli er 40 dönskum kr. lakara en af 18 karata gulli var munurinn á verðmati armbandsins tæplega 1.500 danskar kr. eða rúmlega 30.000 kr. Ekstra Bladet bauð einnig þrjár gulltennur til sölu sem einnig voru 18 karöt. Allir fjórir kaupendurnir sögðu að um 14 karata gull væri að ræða. Þar að auki höfðu tveir þeirra ekki fyrir því að prófa gullið áður en þeir komust að þessari niðurstöðu.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira