Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2011 15:15 Sandra Sigurðardóttir. Mynd/Hag Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil. Sandra er þó ekki komin með leikheimild fyrir leikinn á móti Aftureldingu í kvöld þar sem Stjarnan getur orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Mér skilst að KSÍ hafi ekki náð að funda en að það verði fundur hjá félagsskiptanefnd á morgun. Það eiginlega mjög pirrandi að geta ekki verið með í kvöld," segir Sandra sem ætlar þó að hvetja sitt lið í kvöld. Leikur Stjörnunnar og Aftureldingar hefst klukkan 18.30 og með sigri tryggir Stjörnuliðið sér Íslandsmeistaratitilinn. „Ég veit ekki hvort ég verði í stúkunni eða hvort ég fái að vera á bekknum sem félagsmaður. Þetta er stór dagur fyrir okkur öll ef vel gengur," segir Sandra. Sandra viðurkennir að þetta mál sé búið að taka sinn toll í sumar. „Það var mjög léttir þegar ég fékk að heyra það að FIFA væri búið að úrskurða. Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu," segir Sandra. Hún efaðist hinsvegar aldrei um að hún væri í fullum rétti að segja upp samningi sínum við Jitex. „Ég var viss á mínu og var búin að fá mína lögfræðinga til að fara yfir allt. Svo þegar maður fær bara hótanir og leiðindi til baka þá fer maður stundum að efast. Ég vissi alltaf að þetta myndi leysast og það var bara spurning um hvenær það myndi gerast. Ég vissi samt ekki hvað FIFA tekur langan tíma í að fara yfir svona mál," segir Sandra. Hún vonast eftir því að fá að spila eitthvað með Stjörnunni í sumar en til þess að svo verði þarf KSÍ að samþykkja félagsskiptin. „Það er líklegra en ekki að ég fái leikheimild því ég held að ég sé bara í svipuðum málum og Jósef hjá Grindavík. Það væri gaman fyrir geðheilsuna að fá smá fótbolta fyrir lok sumars. Þetta er búið að vera smá strembið," viðurkennir Sandra. Hún hefur ekki einu sinn mátt mæta á æfingar hjá Stjörnuliðinu. „Ég mátti ekki æfa heldur. Þeir bönnuðu mér að æfa útaf því þeir litu ekki á mína riftun gilda. Á meðan enginn væri búinn að dæma í því hvort rétturinn væri hjá mér eða þeim þá varð maður bara að fylgja því að maður væri samningsbundinn," sagði Sandra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira