Vilja niðurskurð og betri skattheimtur í Grikklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. september 2011 19:45 Bob Traa, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi, leggst gegn skattahækkunum í landinu. Mynd/ AFP. Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Grikkland þarf betri skattheimtur og meiri niðurskurð, en ekki skattahækkanir. Með því má koma í veg fyrir frekari áföll í efnahagslífi landsins. Þetta kom fram í máli forystumanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar Grikklands, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins funda í kvöld til þess að meta hvort Grikkir hafi fylgt efnahagsáætlun sinni nægjanlega vel að undanförnu. Grikkland hefur samið við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um lánafyrirgreiðslu samkvæmt sameiginlegri efnahagsáætlun þeirra. Fyrsti hluti lánsins hefur þegar verið greiddur og nú eru Grikkir að freista þess að fá annan hlutann. Upphæðin nemur 8 milljörðum evra. BBC segir að Grikkir þurfi að fá annan hluta fyrir lok næsta mánaðar, annars fari ríkið í greiðsluþrot. Skilyrði fyrir því að lánið verði veitt er fyrst og fremst það að umsvif ríkisins verði minnkuð, stofnunum lokað og opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Að auki hafa grísk stjórnvöld boðist til þess að setja eignaskatt á sem yrði innheimtur með orkureikningum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggst þó gegn slíku. „Þetta verður hvorki skynsamlegt á efnahagslegan né pólitískan hátt," segir Bob Traa fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi. Hins vegar væri rétt að bæta skattkerfið og koma í veg fyrir skattaundanskot.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira