Evrópusambandið hefur tekið þá ákvörðun að framlengja höfundarrétt á tónlist úr 50 árum í 70 ár. Þetta þýðir að upptökur af tónlist eins og laginu Move It eftir Cliff Richards mun færa tónlistarmönnunum að baki laginu í fjölmörg ár til viðbótar. Samkvæmt gömlu höfundarréttarlögunum rann höfundarréttur á því lagi út fyrir tveimur árum.
Þessari reglugerðarbreytingu hefur verið fagnað víðsvegar í tónlistariðnaðnum. Einn þeirra sem hafa tjáð sig um málið við BBC er Björn Ulvaeus í Abba. „Nú þarf ég ekki að horfa upp á það að tónlist okkar í Abba verði notuð í sjónvarpsauglýsingar,“ sagði hann. Hann bætti því við að þetta fyrirkomulag væri líka betra fyrir þá sem á eftir koma.
Höfundarréttur framlengdur í 70 ár
