Amanda Knox sagði í dag að hún hefði þurft að þola kynferðislega áreitni á meðan dvöl hennar í ítölsku fangesli stóð. Hún segir að háttsettur stjórnandi fangelsisins hafi áreitt hana.
Knox hefur eytt síðustu dögum með fjölskyldu sinni í Detroit. Foreldrar hennar segjast vart trúa því að hún sé loks laus úr fangelsi.
Faðir Amöndu sagði hana nú stefna að því að klára háskólagráðuna en hún var nemandi á Ítalíu þegar morðið átti sér stað árið 2007.

