Evruríkin fresta ákvörðun um frekari lán til Grikkja 4. október 2011 08:35 Georg Papandreu forsætisráðherra Grikkja. Mynd/AP Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þessi tilkynning olli mikilli lækkun á hlutabréfum um allan heim í gær og því ákvað Evruríkjahópurinn að bíða með ákvörðunina en til stóð að funda um málið um miðjan mánuðinn. Jean-Claude Juncker sem fer fyrir hópnum lýsti því þó yfir að Grikkir myndu ekki verða gjaldþrota, en óttin um það fer nú vaxandi með hverjum deginum. Juncker þvertók einnig fyrir að sum ríki innan hópsins, þar á meðal Þjóðverjar, hafi á síðustu vikum komist á þá skoðun að gjaldþrot Grikklands væri nú það rétta í stöðunni. Óttinn um enn frekari vandræði Grikkja kom þó bersýnilega í ljós við opnun markaða í Evrópu í morgun þar sem lækkun varð á helstu vísitölum. FTSE vísitalan hefur lækkað um 1,60 prósent, DAX um rúm tvö prósent og CAC í París hefur farið niður um 2,23 prósent. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrusvæðanna hafa ákveðið að fresta ákvörðun sinni um hvort Grikkir eigi að fá frekari fjárhagsaðstoð frá hópnum. Þetta var ákveðið í gærkvöldi eftir að Grikkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu ekki ná takmörkum sem þeir höfðu sett sér við að draga úr fjárlagahalla ríkisins. Þessi tilkynning olli mikilli lækkun á hlutabréfum um allan heim í gær og því ákvað Evruríkjahópurinn að bíða með ákvörðunina en til stóð að funda um málið um miðjan mánuðinn. Jean-Claude Juncker sem fer fyrir hópnum lýsti því þó yfir að Grikkir myndu ekki verða gjaldþrota, en óttin um það fer nú vaxandi með hverjum deginum. Juncker þvertók einnig fyrir að sum ríki innan hópsins, þar á meðal Þjóðverjar, hafi á síðustu vikum komist á þá skoðun að gjaldþrot Grikklands væri nú það rétta í stöðunni. Óttinn um enn frekari vandræði Grikkja kom þó bersýnilega í ljós við opnun markaða í Evrópu í morgun þar sem lækkun varð á helstu vísitölum. FTSE vísitalan hefur lækkað um 1,60 prósent, DAX um rúm tvö prósent og CAC í París hefur farið niður um 2,23 prósent.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira