Frakkar og Þjóðverjar hafa náð samkomulagi um að björgunarsjóður fyrir evrusvæðið verði stækkaður upp í tvær trilljónir evra til að takast á við skuldakreppuna í Evrópu. Málið verður rætt á fundi leiðtoga Evrópuríkja um næstu helgi, eftir því sem fullyrt er á fréttavef Guardian.
Guardian segir að þetta sé helsta ástæðan fyrir því að allar helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafi hækkað við lokun markaða klukkan átta í kvöld. Markaðir í Bandaríkjunum hafi hingað til verið næmir fyrir fréttum frá Evrópu.
Björgunarsjóður ESB stækkaður
