Dreamliner þota Boeing verksmiðjanna er loksins komin á loft í júmfrúrferð sína í áætlunarflugi þremur árum á eftir áætlun.
Dreamliner þotan, merkt japanska flugfélaginu All Nippon Airlines flýgur nú með fyrstu farþega sína á leiðinni frá Tókýó og til Hong Kong. Um er að ræða sérstaka ferð á vegum All Nippon en reglulegt áætlunarflug með Dreamliner þotunni hefst í næsta mánuði.
Seinkanir og tafir hafa einkennt framleiðsluna á Dreamliner frá upphafi en hún átti að komast í gagnið árið 2008. Hefur það kostað Boeing miklar fjárhæðir í afpöntunum á þessum þotum.
Dreamliner þotan loksins í áætlunarflug

Mest lesið

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent



Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Bretar fyrstir til að semja við Trump
Viðskipti erlent
