Orkumálaráðuneyti Noregs ætlar sér að vinna umhverfismat fyrir olíuvinnslu á hafsbotni undan ströndum Jan Mayen. Þetta kemur fram í frétt á Reuters.
Ola Borten Moe orkumálaráðherra Noregs segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin þrátt fyrir mikla andstöðu umhverfisverndarsinna gegn olíuvinnsluna á þessum slóðum.
Moe segir að nauðsynlegt sé að vinna umhverfismatið við Jan Mayen. Ef slíkt mat sýnir fram á að olíuvinnslan sé framkvæmanleg munu norsk stjórnvöld gefa út rannsóknarleyfi til olíuleitar.
Hafsvæðið sem leitin yrði heimiluð á er um 100.000 ferkílómetrar að stærð en svæðið liggur milli Jan Mayen og Íslands.
Norðmenn fara í umhverfimat vegna olíuvinnslu við Jan Mayen

Tengdar fréttir

Ný þekking úr Norðursjó gæti beint sjónum að Drekasvæðinu
Aukinn áhugi á olíuleit undir hraunlögum í vestanverðum Norðursjó kann að beina áhuga olíufélaga að Jan Mayen og íslenska Drekasvæðinu. Þetta er mat eins helsta sérfræðings Norðmanna um olíuiðnaðinn, Hans Henrik Ramm, sem hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra.