Hlutabréfavísitölur hækkuðu umtalsvert í dag eftir næra samfellt lækkunartímabil síðustu tvær vikur. Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,5% og FTSE 100 vísitalan í Evrópu um 2,87%. Samkvæmt fréttum Wall Street Journal er það von um að aðgerðir leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna, vegna skuldavanda ríkja og banka, skili sér í betri horfum í efnhagsmálum sem skýra hækkanirnar.
