Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir ekkert annað koma til greina fyrir leiðtoga evruríkjanna en að komast að afgerandi niðurstöðum um helgina, hvað varðar viðbrögð við vaxandi skuldavanda þjóðríkja og banka í Evrópu. Sarkozy segir enn fremur að nauðsynlegt sé að grípa strax til aðgerða og kynna þær vel fyrir opnun markað á mánudag. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Sarkozy hélt í Brussell í dag en þar eru leiðtogar evruríkjanna samankomnir til þess að freista þess að ná samkomulagi um breytingar á sáttmála Evrópusambandsins, með það fyrir augum að leysa úr skuldavandanum í Evrópu.
Einkum eru horft til þriggja meginatriða í þessum viðræðum, samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í fyrsta lagi er það breyting á umgjörð ríkisfjármála þannig að mögulegt sé að refsa þjóðum sem ekki halda sig innan þeirra viðmiða sem gilda eiga um ríkisfjármál hverrar þjóðar. Í öðru lagi er það síðan frekari skorður við skuldsetningu og í þriðja lagi er það sameiginlegur fjármagnstekjuskattur, sem ætlað er að stuðla að stöðugleika á fjármálamörkuðum.
Sarkozy segir lausn um helgina vera einu leiðina
