DuPont gerir 740 milljarða tilboð í Danisco 10. janúar 2011 08:55 Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco. Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína. Fyrirhuguð kaup DuPont eru aðalfréttaefni danskra viðskiptamiðla í morgun. Tilboðið sem DuPont gerir er 25% yfir gengi hlutabréfa í Danisco eins og það var skráð fyrir helgina. Þetta þýðir að núverandi hluthafar Danisco sjá fram á að fá um 11 milljarða danskra kr. eða um 220 milljarða kr. í hagnað ef af sölunni verður. Stærsti hluthafinn er ATP lífeyrissjóðurinn. DuPont hyggst staðgreiða 5,8 milljarða dollara en 500 milljónir dollara verða yfirtaka á skuldum Danisco. Stjórn danska félagsins mælir einróma með því að hluthafarnir samþykki tilboð DuPont. Kaupin eru þó háð samþykki danska fjármálaeftirlitsins. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski efnarisinn DuPont hefur gert 6,3 milljarða dollara eða rúmlega 740 milljarða kr. tilboð í danska matvælafyrirtækið Danisco. Danisco framleiðir m.a. ýmis aukaefni og ensím til matvælagerðar og segir DuPont að framleiðsla Danisco passi vel við starfsemi sína. Fyrirhuguð kaup DuPont eru aðalfréttaefni danskra viðskiptamiðla í morgun. Tilboðið sem DuPont gerir er 25% yfir gengi hlutabréfa í Danisco eins og það var skráð fyrir helgina. Þetta þýðir að núverandi hluthafar Danisco sjá fram á að fá um 11 milljarða danskra kr. eða um 220 milljarða kr. í hagnað ef af sölunni verður. Stærsti hluthafinn er ATP lífeyrissjóðurinn. DuPont hyggst staðgreiða 5,8 milljarða dollara en 500 milljónir dollara verða yfirtaka á skuldum Danisco. Stjórn danska félagsins mælir einróma með því að hluthafarnir samþykki tilboð DuPont. Kaupin eru þó háð samþykki danska fjármálaeftirlitsins.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira