OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi 25. janúar 2011 09:38 MYND/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira