Faglegar ráðningar í æðstu embætti Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 7. janúar 2011 06:00 Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fagleg og trúverðug umgjörð um ráðningar skapar traust á stjórnsýslunni. Í 8. bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er rætt um slæm áhrif pólitískra ráðninga. Meðal annars er bent á að taka þurfi á pólitískum ráðningum í mikilvægar stöður, svo sem ráðuneytisstjóra og nefnt að fyrir hrun hafi formaður bankastjórnar Seðlabankans verið ráðinn pólitískt og eins er nefndur fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins á gamalársdag var viðtal við Salvöru Nordal, forstöðumann Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, og einn af höfundum 8. kafla rannsóknarskýrslunnar. Þar heldur Salvör því fram að ekki hafi dregið úr pólitískum ráðningum á undanförnum mánuðum, eftir útkomu skýrslunnar, heldur þvert á móti. Ekki gerði Salvör tilraun til þess að rökstyðja þessa fullyrðingu á neinn hátt í viðtalinu. Árið 2006 skrifaði Gunnar Helgi Kristinsson prófessor grein um pólitískar ráðningar í veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla. Þar skilgreinir hann pólitískrar ráðningar á þann hátt að „með pólitískum ráðningum sé átt við að grunur leiki á að við tiltekna ráðningu innan faglegrar stjórnsýslu hafi pólitísk sjónarmið ráðið frekar en fagleg". Frá því að ég tók við sem forsætisráðherra hef ég lagt mikla áherslu á umbætur í stjórnsýslu og eru ráðningar starfsmanna þar stór þáttur. Staðreyndirnar tala sínu máli. Frá því að ríkisstjórnir mínar tóku við hefur verið skipað í fjölmargar stöður innan stjórnkerfisins og af þeim ráðningum má ljóst vera að margt hefur færst til betri vegar. Skipað hefur verið í fjórar stöður ráðuneytisstjóra þ.e. í mennta- og menningarmálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti, velferðarráðuneyti og efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Stöðurnar voru allar auglýstar og í öllum tilvikum sá hæfnismatsnefnd um að meta hæfi umsækjenda og taka við þá viðtöl áður en ráðherra tók ákvörðun. Engin þessara skipana hefur verið talin pólitísk, samkvæmt skilgreiningunni hér að ofan. Þá hafa verið gerðar breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands og ráðningarferill seðlabankastjóra endurskoðaður með tilkomu lögbundinnar hæfnismatsnefndar auk þess sem hæfniskröfur til að gegna embætti seðlabankastjóra hafa verið lögfestar. Jafnframt hafa verið lögfestar löngu tímabærar breytingar á verklagi við skipun dómara hér á landi, bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara, og hefur ráðningarvaldið þar í raun verið fært frá sitjandi innanríkisráðherra (áður dómsmálaráðherra) á hverjum tíma til faglegrar hæfnismatsnefndar. Ráðherra þarf samþykki Alþingis vilji hann víkja frá niðurstöðu hæfnismatsnefndarinnar. Einnig hefur þess verið gætt í tengslum við sameiningar ráðuneyta að faglega sé staðið að skipun skrifstofustjóra. Í nýlegri skýrslu nefndar sem ég skipaði til þess að undirbúa breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands er sérstaklega fjallað um ráðningar. Þar er m.a. lagt til að það fyrirkomulag verði fest í sessi að hæfnismatsnefndir eða ráðningarnefndir undirbúi ráðningar æðstu embættismanna. Í skýrslunni er rætt um mikilvægi þess að útrýma pólitískum ráðningum innan stjórnsýslunnar til að auka traust á henni. Þegar er hafin vinna við að hrinda þessum tillögum í framkvæmd. Markmiðið er að faglega sé staðið að ráðningum í stjórnkerfinu öllu og hæfasta fólkið ráðið hverju sinni. Ég fullyrði að pólitísk sjónarmið eru á undanhaldi í þessu sambandi og mun faglegar hefur verið staðið að ráðningum í stöður æðstu embættismanna í tíð núverandi ríkisstjórnar en áður hefur tíðkast. Engu að síður tel ég að við getum gert enn betur og mun ég áfram beita mér til að svo megi verða.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar