Danska ríkið gæti tapað 140 milljörðum á Amagerbanken 7. febrúar 2011 08:51 Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danska ríkið gæti endað með því að tapa 6,7 milljörðum danskra kr. eða ríflega 140 milljörðum kr. á gjaldþroti Amagerbanken sem tilkynnt var á sunnudag. Þetta samsvarar því að hver einasti Dani þurfi að greiða 1.200 danskrar kr. eða ríflega 25.000 kr. vegna gjaldþrotsins. Gjaldþrot Amagerbanken er stærsta viðskiptafrétt dagsins í Danmörku. Samt kemur gjaldþrotið ekki á óvart því bankinn hefur barist í bökkum undanfarin tvö ár. Auðmaðurinn Karsten Ree hefur í tvígang reynt að bjarga bankanum og er talið að hann hafi sett hátt í 2 milljarða danskra kr. inn í reksturinn en það reyndist ekki nóg. Í umfjöllun Börsen um málið segir að stjórnformaður og bankastjóri Amagerbanken hafi verið í áfalli á blaðamannafundi sem þeir héldu í gærdag. Þetta eru þeir Niels Heering og Steen Hove sem tóku við stöðum sínum í nóvember s.l. Fram kom á fundinum að þeir Heering og Hove hafi farið nákvæmlega í saumanna á rekstri bankans undanfarna þrjá mánuði áður en þeir tóku ákvörðun um gjaldþrotsbeiðnina. Ekki hafi staðið steinn yfir steini í rekstrinum og í ljós hafi komið að bankinn þyrfti að afskrifa strax um 3 milljarða danskra kr. vegna slæmra lána. Þar sem eigið fé bankans nam aðeins 2,4 milljörðum danskra kr. var ekki um annað að ræða en gjaldþrot. Danska ríkið tryggir allar innistæður einstaklinga upp að 75.000 dönskum kr. eða um 16 milljónum kr. í Amagerbanken.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira