Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu 14. febrúar 2011 10:36 Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira