The Economist: Þýska undrið 17. febrúar 2011 20:00 Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira