Olíuverðið ekki hærra frá því fyrir hrun 10. febrúar 2011 12:31 Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgðastaða vestan hafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Þannig er verð á tunnu af Texas-hráolíu u.þ.b. 15 dollurum lægra en verð Brent-olíunnar, og er búist við að áfram verði talsverður verðmunur þar á. Líklegt er að verðið haldist áfram hátt að mati Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar, en stofnunin bendir þó á að aukin framleiðsla OPEC-ríkjanna og allgóð birgðastaða í ýmsum þróuðum ríkjum á borð við Bandaríkin ætti að takmarka frekari hækkun næsta kastið. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. Evrópski seðlabankinn sagði í morggun að vænta mætti aukinnar verðbólgu á evrusvæði til skemmri tíma litið, og þar væri hækkandi hrávöruverð helsti áhrifaþátturinn. Að sinni telur bankinn þó rétt að einbeita sér fremur að því að takmarka óbein áhrif slíkra verðhækkana á annað neysluverð, svo sem verð á þjónustu, enda benti bankastjórinn Trichet á það að bankinn gæti lítið gert við verðbreytingum á hrávörum. Í svipaðan streng tók bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, sem benti á að hann og starfsbræður hans gætu lítil áhrif haft á illviðri í Rússlandi eða aukna eldsneytiseftirspurn í nýmarkaðsríkjum, en þetta tvennt er meðal áhrifaþátta á hækkandi hrávöru- og eldsneytisverð þessa dagana. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíuverð hefur haldist hátt það sem af er degi á alþjóðamörkuðum eftir allsnarpa hækkun í gær. Þegar þetta er ritað er viðmiðunarverð á Brent-hráolíu 101,3 dollarar á tunnuna, og hefur olíuverð ekki verið svo hátt frá haustdögum árið 2008. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að pólitískur órói í Egyptalandi og áhyggjur af birgðastöðu Norðursjávarolíu hafa þrýst verðinu upp á við, sér í lagi á evrópskum markaði, á meðan tiltölulega rúm birgðastaða vestan hafs hefur haldið nokkuð aftur af verðhækkun þar. Þannig er verð á tunnu af Texas-hráolíu u.þ.b. 15 dollurum lægra en verð Brent-olíunnar, og er búist við að áfram verði talsverður verðmunur þar á. Líklegt er að verðið haldist áfram hátt að mati Alþjóðlegu Orkustofnunarinnar, en stofnunin bendir þó á að aukin framleiðsla OPEC-ríkjanna og allgóð birgðastaða í ýmsum þróuðum ríkjum á borð við Bandaríkin ætti að takmarka frekari hækkun næsta kastið. Umfangsmikil hækkun á olíu- og hrávöruverði undanfarið hefur orðið til þess að auka áhyggjur af vaxandi verðbólguþrýstingi erlendis. Evrópski seðlabankinn sagði í morggun að vænta mætti aukinnar verðbólgu á evrusvæði til skemmri tíma litið, og þar væri hækkandi hrávöruverð helsti áhrifaþátturinn. Að sinni telur bankinn þó rétt að einbeita sér fremur að því að takmarka óbein áhrif slíkra verðhækkana á annað neysluverð, svo sem verð á þjónustu, enda benti bankastjórinn Trichet á það að bankinn gæti lítið gert við verðbreytingum á hrávörum. Í svipaðan streng tók bandaríski seðlabankastjórinn, Ben Bernanke, sem benti á að hann og starfsbræður hans gætu lítil áhrif haft á illviðri í Rússlandi eða aukna eldsneytiseftirspurn í nýmarkaðsríkjum, en þetta tvennt er meðal áhrifaþátta á hækkandi hrávöru- og eldsneytisverð þessa dagana.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira