AGS: Nýmarkaðsríkin draga hagvaxtarvagninn 25. janúar 2011 11:18 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik. Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik.
Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Sjá meira