Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum 13. janúar 2011 13:41 Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris. Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris.
Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira