Gjaldþrot færeyska bankans Eik Banki varð ekki bara vegna mikils taps bankans á dótturfélagi sínu í Danmörku, netbankanum Eik Bank.
Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk var tapið af rekstri bankans í Færeyjum mun umfangsmeira. Því átti bankasýsla Danmerkur engra aðra kosta völ en yfirtaka Eik Banki.
Tap Eik Banki á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam 2,3 milljörðum danskra króna eða um 46 milljörðum króna. Þar af nam tap netbankans um 0,9 milljörðum danskra króna en móðurfélagið tapaði 1,4 milljörðum danskra króna.