Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk 16. febrúar 2011 10:08 Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. Í frétt um málið á vefsíðunni Finanswatch segir að ákvörðun Moody´s komi ofan í tilraunir stjórnar FIH til að bæta orðstír sinn en þar til fyrir skömmu var bankinn í íslenskri eigu. Fram kemur á vefsíðunni að lækkun á lánshæfiseinkuninni komi sér illa fyrir FIH þar sem bankinn þurfi að endurfjármagna skuldabréfaútgáfu upp á 50 milljarða danskra kr. árin 2012 og 2013. Þessi skuldabréf voru gefin úr með ábyrgð danska ríkisins í gegnum svokallaðan bankpakke II sem var hluti af aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins. Thomas Hovard greinandi hjá Danske Markets segir að til lengri tíma muni Moody´s væntanlega horfa til nýrra og fjársterkra eigenda FIH þar sem tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur fara með ráðandi hlut. Tengdar fréttir Moody´s lækkar lánshæfið hjá fimm dönskum bönkum Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir hjá fimm dönskum bönkum í framhaldi af gjaldþroti Amagerbanken. Meðal þeirra eru Danske Bank og FIH bankinn sem var áður í íslenskri eigu. 16. febrúar 2011 08:18 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka. Í frétt um málið á vefsíðunni Finanswatch segir að ákvörðun Moody´s komi ofan í tilraunir stjórnar FIH til að bæta orðstír sinn en þar til fyrir skömmu var bankinn í íslenskri eigu. Fram kemur á vefsíðunni að lækkun á lánshæfiseinkuninni komi sér illa fyrir FIH þar sem bankinn þurfi að endurfjármagna skuldabréfaútgáfu upp á 50 milljarða danskra kr. árin 2012 og 2013. Þessi skuldabréf voru gefin úr með ábyrgð danska ríkisins í gegnum svokallaðan bankpakke II sem var hluti af aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins. Thomas Hovard greinandi hjá Danske Markets segir að til lengri tíma muni Moody´s væntanlega horfa til nýrra og fjársterkra eigenda FIH þar sem tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur fara með ráðandi hlut.
Tengdar fréttir Moody´s lækkar lánshæfið hjá fimm dönskum bönkum Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir hjá fimm dönskum bönkum í framhaldi af gjaldþroti Amagerbanken. Meðal þeirra eru Danske Bank og FIH bankinn sem var áður í íslenskri eigu. 16. febrúar 2011 08:18 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Moody´s lækkar lánshæfið hjá fimm dönskum bönkum Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir hjá fimm dönskum bönkum í framhaldi af gjaldþroti Amagerbanken. Meðal þeirra eru Danske Bank og FIH bankinn sem var áður í íslenskri eigu. 16. febrúar 2011 08:18