Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York 16. febrúar 2011 10:58 Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir að APM Terminal höfnin, sem er í eigu Mærsk, borgi óbeint til mafíunnar í gegnum uppblásin laun hafnarverkamanna, jólabónusa og óþarflega marga starfsmenn. Þannig mjólki mafían hafnarverkamennina í gegnum verkalýðsfélög þeirra. Fram kemur í blaðinu að stóraðgerð lögreglunnar í New York nýlega gegn mafíunni þar í borg, þar sem 127 meðlimir glæpasamtakanna voru handteknir, hafi síður en svo slegið á umsvif mafíunnar á fyrrgreindum hafnarsvæðum. Meðal þeirra handteknu voru eru formenn og nokkrir meðlimir verkalýðsfélagsins ILA sem hafnarverkamennirnir heyra til. Samkvæmt Politiken kostar mafíustarfsemin á hafnarsvæði Mærsk skipafélagið margar milljónir dollara á hverju ári. Hinsvegar vill APM Terminal ekki tjá sig um málið. John Crowley lögmaður APM Terminal segir hinsvegar að félagið borgi verkamönnum sínum í samræmi við þá launataxta sem eru í gildi. Að öðru leyti vísar APM Terminal til eftirlitsstofnunarinnar Waterfront Commission. Politiken segir að við vitnaleiðslur hjá Waterfront Commission s.l. haust hafi komið fram að mafían hefur áhrif á starfsemi APM Terminal í gegnum heljargreipar sínar á verkalýðsfélaginu. Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar. Fjallað er um málið í Politiken. Þar segir að APM Terminal höfnin, sem er í eigu Mærsk, borgi óbeint til mafíunnar í gegnum uppblásin laun hafnarverkamanna, jólabónusa og óþarflega marga starfsmenn. Þannig mjólki mafían hafnarverkamennina í gegnum verkalýðsfélög þeirra. Fram kemur í blaðinu að stóraðgerð lögreglunnar í New York nýlega gegn mafíunni þar í borg, þar sem 127 meðlimir glæpasamtakanna voru handteknir, hafi síður en svo slegið á umsvif mafíunnar á fyrrgreindum hafnarsvæðum. Meðal þeirra handteknu voru eru formenn og nokkrir meðlimir verkalýðsfélagsins ILA sem hafnarverkamennirnir heyra til. Samkvæmt Politiken kostar mafíustarfsemin á hafnarsvæði Mærsk skipafélagið margar milljónir dollara á hverju ári. Hinsvegar vill APM Terminal ekki tjá sig um málið. John Crowley lögmaður APM Terminal segir hinsvegar að félagið borgi verkamönnum sínum í samræmi við þá launataxta sem eru í gildi. Að öðru leyti vísar APM Terminal til eftirlitsstofnunarinnar Waterfront Commission. Politiken segir að við vitnaleiðslur hjá Waterfront Commission s.l. haust hafi komið fram að mafían hefur áhrif á starfsemi APM Terminal í gegnum heljargreipar sínar á verkalýðsfélaginu.
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira